Bakvörðurinn Veigar Páll Alexandersson er búinn að framlengja samningi sínum við Njarðvík og mætir því galvaskur til leiks í Bónus-deildina á komandi vetri.
Veigar kom aftur til Njarðvíkurliðsins á síðasta tímabili eftir að hafa verið í námi í Bandaríkjunum og skipaði sér fljótt á meðal máttarstólpa liðsins.
„Það var virkilega gaman að fylgjast með Veigari stíga upp á síðasta tímabili og taka að sér stærra og stærra hlutverk eftir því sem leið á leiktíðina. Þarna fer sterkur bakvörður og mikill félagsmaður og það verður spennandi að vinna með Veigari á næstu misserum,” sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkurliðsins.
Mynd/ JBÓ: Veigar Páll og Halldór Karlsson formaður KKD UMFN innsigla samninginn í Ljónagryfjunni.
