Þá er leiktíðinni lokið hjá kvennaliði Njarðvíkur sem í gærkvöldi féll út úr undanúrslitum gegn deildarmeisturum Fjölnis. Grafarvogskonur höfðu 3-0 sigur í einvíginu en Ljónynjurnar áttu margar góðar rispur í seríunni en hafa nú lokið leik á Íslandsmótinu í 1. deild kvenna.
Kvennalið Njarðvíkur gerði vel í vetur að komast í úrslitakeppni 1. deildar en liðið er aðallega skipað leikmönnum á grunn- og menntaskólaaldri. Að lokinni síðustu leiktíð urðu umtalsverðar breytingar á liðinu okkar og ungir leikmenn stigu upp og tóku við keflinu og fengu mikilvæga reynslu.
Að gefa deildarmeisturum Fjölnis þrjá góða leiki í úrslitakeppninni er því aðeins fyrsta skrefið í því að koma kvennaliði Njarðvíkur á nýjan leik í baráttuna á meðal þeirra bestu.
Við viljum þakka öllum sem að kvennaliðinu komu í vetur og erum í raun þegar farin að undirbúa framhaldið enda framtíðin björt í Ljónagryfjunni og engin ástæða til annars en að horfa björtum augum fram á veginn.
#ÁframNjarðvík
Myndasafn úr lokaleiknum gegn Fjölni – Bára Dröfn