Vinnum saman: Þú styrkir Njarðvík með áskriftinni þinniPrenta

Körfubolti

Aðeins tveir dagar til stefnu kæra Ljónahjörð.

Áskrifendur að Stöð 2 Sport Ísland geta nú látið 1.078 kr. renna mánaðarlega til styrktar síns íþróttafélags gegn bindingu til 1. júní 2021. Aðferðin er einföld og við hvetjum Njarðvíkinga um allt land til þess að styðja við sitt lið með áskrift sinni. Við erum að tala um metfjölda af beinum útsendingum og fjölbreyttur hópur sérfræðinga gerir upp hverja umferð. Það getur ekkert klikkað í þessu krakkar.

Til þess að styðja Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur með þinni áskrift að Stöð 2 Sport þarf að gera eftirfarandi:

– Þú ferð inn á vodafone.is og skráir þig með rafrænum skilríkjum
– Smelltu á „Sjónvarpsáskriftir” undir þjónusta.
– Þú finnur þá áskrift sem þú ætlar að breyta og smellir á „Breyta”
– Smelltu á „Styrkja félag”
– Hakaðu í boxið „Ég vil styrkja íþróttafélagið mitt” og veldu svo íþróttagrein og íþróttalið sem þú ætlar að styrkja (að sjálfsögðu Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur)
– Í næsta skrefi færð þú yfirlit yfir breytinguna og hvenær hún tekur gildi. Til þess að klára breytinguna smellir þú á „Staðfesta.”

Bindingin áskriftar er til 31. maí 2021. Félögin fá mánaðarlega 1078 kr í sinn hlut fyrir hverja selda áskrift. Hver sem er getur keypt áskrift á stod2.is/vinnumsaman
Núverandi áskrifendur geta breytt áskrift sinni á „Mínum síðum” á Vodafone.is

Í þessari fyrstu atrennu er hægt að skrá stuðning sinn við Njarðvík til 17. október. Það er því ekki seinna vænna en að vippa sér inn á Vodafone.is og láta gott af sér leiða. Njarðvíkingar eru landsfrægir fyrir að snúa bökum saman, fyrir fánann og UMFN!

Vinnum saman – Spurt og svarað