Ljónynjurnar okkar í Njarðvík leika í undanúrslitum VÍS-bikarsins þann 18. mars næstkomandi þegar liðið mætir Hamar/Þór Þorlákshöfn í undanúrslitum bikarkeppninnar. Leikurinn fer fram í Smáranum næsta þriðjudag og hefst kl. 17:15.
Miðasala er hafin og fer fram á Stubbur app. Almennir miðar fyrir 15 ára og yngri eru á 1000kr en fullorðinsmiðar á 3000kr. Við hvetjum Njarðvíkinga til að tryggja sér miða sem first, hafa grænu bolina og söngröddina klára því það verður stemmning í Smáranum.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Þór Akureyri og Grindavík en sá leikur hefst strax að leik okkar loknum gegn Hamar/Þór. Síðla kvölds á þriðjudaginn næsta verður því skorið úr um hvaða tvö lið muni leika til bikarúrslita þetta árið.
Áfram Njarðvík
