Yngri flokkar; Allir flokkar byrjaðir að spilaPrenta

Fótbolti

Íslandsmótið hjá yngri flokkum hófst í sl. viku og nokkrir leikir þegar búnir. Fimmti flokkur var fyrstur okkar flokka til að hefja keppni þegar Áfltanes kom í heimsókn í Reykjaneshöllina. Alið okkar vann góðan sigur 3 – 0 með tveimur mörkum Erlends Guðnasonar og Ásgeirs Orra Magnússonar. B liðinu gekk ekki nógu vel, það tapaði 1 – 5, Magnús Máni Þorvaldsson gerði okkar mark.

Flokkurinn var einnig í æfingabúðir í Vogum sem alltaf eru vinsælar um síðustu helgi. Í fyrradag lékum við síðan við Hauka á Ásvöllum í Íslandsmótinu og áttum ekki möguleika í þá 7 – 0 tap hjá A liðinu og 11 – 0 hjá B liðinu.

Fjórði flokkur hefur leikið tvo leik á sl. viku, þeir byrjuðu með tapa gegn Fylki í Árbænum 0 – 0 og svo léku þeir gegn FH hér heima á fimmtudaginn og töpuðu stórt 0 – 8 en leikið var í roki á Njarðtaksvellinum. Það er á brattann að sækja hjá þeim í sumar þeir leika í B deild Íslandsmótsins og í 4. flokki eru það líkamsburðirnir sem ráða miklu. En í flokknum er margir mjög efnilegir drengir sem geta gert góða hluti þegar þeir verða stærri og sterkari.

Þriðji flokkur byrjaði mótið núna á miðvikdaginn þegar Breiðablik 2 kom í heimsókn í Íslandsmótinu og sigraði okkur 2 – 4, mörk okkar í leiknum gerðu Elís Már Gunnarsson og Vilhjálmur Kristinn Þórdísarson. Leik okkar gegn Tindastól/Hvöt/Kormákur var frestað. 3. flokkur leikur í riðli 1 í C deild Íslandsmótsins.

1-IMG_4991 1-IMG_4990

Myndir úr leik 3. flokks

1-IMG_5003 1-IMG_4995

Myndir úr leik 4. flokks

1-IMG_0604 1-IMG_0539

Myndir úr æfingabúðum í Vogum