Í gær fór fram bikarleikur í 10. fl. kv. á milli Hauka og Njarðvíkinga.
Haukar byrjuðu leikin sterkt, komust m.a. í 12 – 3 og leiddu allan fyrri hálf leikinn.
Einhver spenna var í okkar stúlkum sem sást vel á því að aðeins 8 víti fóru ofan í af 30.
Okkur gekk ekki nógu vel að stíga haukastelpur út og náðu þær óþarflega mikið af sóknarfráköstum.
En með mikilli baráttu og góðri vörn þegar leið á leikinn tókst Njarðvíkurstelpunum að knýja fram góðan útivallar sigur 38:40.
Áfram Njarðvík!