11 leikmenn frá Njarðvík valdir í æfingahóp yngri landsliða KKÍPrenta

Körfubolti
Þjálfarar yngri landsliða KKÍ hafa boðað þá leikmenn sem þeir hafa valið í sína fyrstu æfingahópa yngri landsliðana fyrir U15, U16 og U18 ára landslið drengja og stúlkna fyrir verkefni sumarið 2021.
11 leikmenn frá Njarðvík hafa verið valdir í þessa æfingahópa, 10 leikmenn sem leika nú með félaginu og einn sem leikur erlendis.

Alls eru 174 leikmenn boðaðir í æfingahópa frá 23 íslenskum félögum og fjórum erlendum.Yngri landsliðin munu ekki koma saman til æfinga milli jóla og nýárs v/ COVID-19.

Við óskum leikmönnunum til hamingju með valið.
Eftirfarandi leikmenn voru valdir frá Njarðvík.
U15 dr. Björn Ólafur Valgeirsson Njarðvík
U15 st. Elín Bjarnadóttir Njarðvík
U16 st. Lovísa Bylgja Sverrisdóttir Njarðvík
U16 st. Lovísa Grétarsdóttir Njarðvík
U16 st. Rannveig Guðmundsdóttir Njarðvík
U16 dr. Guðjón Logi Sigfússon Njarðvík
U18 st. Helena Rafnsdóttir Njarðvík
U18 st. Krista Gló Magnúsdóttir Njarðvík
U18 st. Lára Ösp Ásgeirsdóttir Njarðvík
U18 st. Vilborg Jónsdóttir Njarðvík

U18 dr. Róbert Sean Birmingham · Baskonia, Spánn