Körfuboltaveisla í Ljónagryfjunni á fimmtudagskvöldPrenta

Körfubolti

Á fimmtudagskvöld mætast Njarðvík og Valur í 3. umferð Domino´s-deildar karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 en hægt verður að gæða sér á grilluðum hamborgurum fyrir leik frá kl. 18:15.

Allir iðkendur í minnibolta hjá Njarðvík fá að taka þátt í upphitun Njarðvíkurliðsins og kynningu leikmanna með því að mynda skjaldborg utan um völlinn og að sjálfsögðu mæta allir í Njarðvíkurbúningunum sínum!

Fyrir leik verður tendrað í grillinu og hamborgarar settir á og hvetjum við alla að slá tvær flugur í einu höggi, fá sér að borða og styrkja klúbbinn í leiðinni en tilboðið verður varla betra fyrir foreldra, 2000kr fyrir miða á leikinn, borgari og drykkur. Borgari og svali á 1000 kr fyrir börnin.

Það er tilvalið að hefja vetrarfríið á fimmtudagskvöld með fjölskyldunni á körfuboltaleik. Áfram Njarðvík!

Facebook-viðburður fyrir leikinn.