17. júní kaffi KKD UMFN í NjarðvíkurskólaPrenta

Körfubolti

Hið árlega 17. júní kaffi körfuknattleiksdeildar UMFN verður í Njarðvíkurskóla frá kl. 13-17 á þjóðhátíðardaginn. Allir hjartanlega velkomnir á þetta vel útlátna kræsingaborð deildarinnar en aðgangseyrir er kr. 1500,- fyrir fullorðna, kr. 500,- fyrir 6-15 ára og frítt fyrir 0-5 ára.

Þetta veglega kaffihlaðborð er mikilvægur liður í fjáröflun deildarinnar og því óskandi að sem flestir sjái sér fært um að líta við í Njarðvíkurskóla þann 17. júní næstkomandi. Að vanda verður hlaðborðið glæsilegt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Viðburður á Facebook

#ÁframNjarðvík