Þjálfarar yngri flokka fyrir tímabilið 2019-2020Prenta

Körfubolti

Nú er allt orðið klárt með þjálfara næsta tímabils. Eins og tilkynnt var mun Yngvi Gunnlaugsson koma inn í þjálfarahóp félagsins. Yngvi þjálfaði karlalið Vestra í 1. deild á síðustu leiktíð og þá var hann einnig yfirþjálfari yngri flokka Vestra. Yngvi hefur einnig þjálfað í úrvalsdeild kvenna. Fleiri flottir þjálfarar eru að bætast við og taka að sér aðalþjálfun í vetur.

Einar Árni Jóhannson mun koma aftur í þjálfun yngri flokka  en hann mun þjálfa 10 og 11 ára drengi ásamt Jóni Arnóri Sverrissyni. Einar Árni er þjálfari meistaraflokks karla og er einn reynslumesti þjálfari landsins en Einar var áður yfirþjálfari yngri flokka félagsins.

Einnig mun Gísli Gíslason koma aftur í þjálfun hjá okkur eftir smá hlé en hann hefur reynslu til fjölda ára sem yngri flokka þjálfari hjá félaginu.

Evaldas Zabas er leikmaður meistaraflokks karla og kemur frá Litháen og er uppalinn í Kanada. Hann hefur spilað sem atvinnumaður í mörg ár.  Evaldas  mun þjálfa minnibolta 8-9ára drengja og unglingaflokk karla. Hann hefur áður þjálfað yngri flokka í þeim löndum sem hann hefur spilað sem atvinnumaður.

Aðrir þjálfarar sem munu þjálfa í vetur voru hjá okkur á síðasta tímabili og sumir hafa þjálfað í fjölda ára hjá félaginu.

Þess má geta að 5 af þjálfarahópnum hafa verið aðalþjálfarar eða aðstoðarþjálfarar hjá yngri landsliðum Íslands.

Hér að neðan er listi yfir alla þjálfara.

Unglingaflokkur karla Evaldas Zabas
Stúlknaflokkur Ingvar Guðjónsson og Gísli Gíslason
10. og 9. flokkur stúlkna Ingvar Guðjónsson og Bylgja Sverrisdóttir
10. flokkur  og drengjaflokkur Yngvi Gunnlaugsson og Mario Matasovic
8 og 9. flokkur drengja Lárus Ingi Magnússon
8. flokkur stúlkna Rúnar Ingi Erlingsson og Hermann Ingi Harðarsson
7. flokkur stúlkna

7.flokkur drengja

Bylgja Sverrisdóttir

Yngvi Gunnlaugsson

MB 10 -11 ára drengja Einar Árni Jóhannsson og Jón Arnór Sverrisson
MB 10 -11 ára stúlkna Hermann Ingi Harðarsson og Eygló Alexandersdóttir
MB 8-9 ára drengja Evaldas Zabas og Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson
MB 8-9 ára stúlkna Agnar Mar Gunnarsson
MB 6-7 ára drengja Agnar Mar Gunnarsson
MB 6-7 ára stúlkna Agnar Mar Gunnarsson
Leikskólahópur Agnar Mar Gunnarsson

Yfirþjálfari er Logi Gunnarsson,  hann sér einnig um morgunæfingar sem byrja 1.október.

 

 

 

 Æfingatafla og æfingagjöld fyrir leiktímabilið 2019-2020:

 (Æfingatafla er birt með fyrirvara um breytingar fram til 15.september)

æfingatafla 2019-2020

 Æfingar hefjast mánudaginn 2.september samkvæmt töflunni

Búið er að opna fyrir skráningar iðkenda sem fara fram í gegnum skráningarkerfið Nora.  Á heimasíðu félagsins, www.umfn.iser tengill á skráningu iðkenda.

Æfingargjöld fyrir tímabilið 2019-2020

Leikskólahópur: 30.000 kr

6-7 ára: 47.000 kr

8-9 ára: 57.000 kr

10-11 ára: 60.000 kr

7.-8.flokkur: 63.500 kr

9.flokkur og eldri: 67.500 kr

Systkinaafsláttur er 15% á hvern iðkanda og reiknast það á barn tvö sem er skráð.  Nýir iðkendur í minnibolta, frá 5-11 ára fá keppnisbúning með fyrstu skráningu og þurfa foreldrar/forráðamenn að senda póst á unglingarad.umfn@gmail.commeð upplýsingum um stærð á keppnisbúningi.

Allar fyrirspurnir fara einnig í gegnum netfangið unglingarad.umfn@gmail.com

Hlökkum til að starfa með ykkur í vetur, áfram körfubolti og áfram Njarðvík