Í kvöld voru undirritaðir samningar við tvo öfluga og reynda leikmenn þá Alexander Magnússon og Marc McAusland.
Marc McAusland sem er þrjátíu og eins árs Skoti sem hefur leikið hér á landi síðan 2016 með Keflavík og nú síðast með Grindavík. Marc á að baki 41 leik í A deild, 43 leiki í B deild ásamt 7 leikjum í Bikarkeppni. Hann verður spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks.
Alexander er þrjátíu ára gamall uppalinn leikmaður hjá Njarðvík og á hann 51 leik með meistarflokki á árunum 2007 til 2009. Ásamt því að spila mun Alexander sjá um styrktarþjálfun fyrir meistara og 2. flokk deildarinnar. Alexander lék með Kórdrengjum sl. sumar.
Það er ljóst að um hvalreka er að ræða fyrir félagið og bindum við miklar vonir við þá félaga. Það er með stolti sem við bjóðum Marc og Alexander velkomna í Njarðvík sagði Árni Þór Ármannsson formaður deildarinnar eftir að samningar voru undirritaðir.
Mynd/ Marc Mcausland, Árnir Þór formaður og Alexander.