2 sigrar í fyrstu 2 leikjunumPrenta

Fótbolti

Njarðvíkurliðið náði í annan sigurinn í röð í Lengjudeildinni gegn Dalvík/Reynir í gærdag þegar liðin mættust í 2.umferð Lengjudeildarinnar.

Njarðvíkurliðið var með 1-0 forystu í hálfleik eftir að Joao Ananias hafði komið okkur í forystu með skallamarki á 43. mín eftir frábæran undirbúning frá Kaj Leo.
Það var síðan ekki fyrr en á 89. mín sem Njarðvík bætti við öðru mark úr víti frá Oumar Diouck eftir að Freysteinn Ingi hafði sótt vítið.
Oumar var síðan strax aftur á ferðinni mínútu seinna og innsiglaði sigurinn, 3-0!

Frábær sigur staðreynd og liðið með 6 stig eftir 2 leiki spilaða í Lengjudeildinni í ár.

Næsti leikur er gegn Þrótturum í Reykjavík í Laugardalnum þann 18.maí og við Njarðvíkingar fjölmennum þangað!
Í framhaldi af honum fylgja tveir heimaleikir gegn ÍBV og Þór Akureyri áður en maí verður allur.

Áfram Njarðvík!

Hér fyrir neðan má finna alla helstu umfjöllun um leikinn:

Umfjöllun og myndaveisla Víkurfrétta
Skýrsla og umfjöllun Fotbolti.net
Viðtal við Gunnar Heiðar á Fotbolti.net

Mynd: Víkurfréttir