3-0 sigur á Reyni Sandgerði fyrir fullum RafholtsvelliPrenta

Fótbolti

Njarðvíkingar tylltu sér á topp 2.deildar karla í gærkvöldi með 3-0 sigur á Reyni Sandgerði í grannaslag á Rafholtsvellinum.

Eftir leikinn eru strákarnir með 4 sigra í 4 leikjum og markatalan 15-1.
Frábær mæting var á völlinn í gær. Mikil stemming og frábært veður.


Lesa má umfjöllun og sjá myndasafn frá Víkurfréttum um leikinn hér:
https://www.vf.is/ithrottir/njardvikingar-a-siglingu-og-eru-efstir

Hér má síðan sjá frábært myndasafn frá Hjalta Þór Þórólfssyni úr leiknum:
https://www.facebook.com/umfnknattspyrna/posts/10160273875319809

Næsti leikur er útileikur gegn KFA þann 4.júní en næsti heimaleikur er síðan gegn Haukum þann 9.júní á fimmtudagskvöldi. Vonumst eftir að sjá alla á þeim leik að halda áfram að styðja liðið í vegferð sinni upp um deild.

Áfram Njarðvík!