3 sigrar í fyrstu 3 leikjunumPrenta

Fótbolti

Njarðvíkurliðið gerði góða ferð Vestur á Ólafsvík á laugardagsmorgun og sótti 3 stig gegn heimamönnum.
Leikar enduðu með 3-1 sigri Njarðvíkur.

Oumar Diouck skoraði fyrsta mark Njarðvíkur í leiknum í fyrri hálfleik og staðan 0-1 í hálfleik.
Ólsarar jöfnuðu snemma leiks í seinni hálfleiknum en það voru Úlfur Ágúst og Oumar Diouck sem tryggðu sigurinn fyrir okkar menn með sitthvoru markinu í seinni hálfleiknum.

Sigurinn þýðir að Njarðvík eru á toppi deildarinnar með 3 sigra úr fyrstu 3 leikjunum. Markatalan 12-1.

Framundan er virkilega spennandi vika sem byrjar með nágrannaslag gegn Keflavík miðvikudaginn 25.maí áður en Reynir Sandgerði kemur í heimsókn á Rafholtsvöllinn 30. maí.

Fyrir leik á miðvikudag mun knattspyrnudeildin bjóða stuðningsmönnum Njarðvíkur í Vallarhúsið við Afreksbraut 10 í grillaða hamborgara, kalda drykki. Andlitsmálningu og sælgæti fyrir yngri kynslóðina. Húsið opnar um 17:00.
Síðan verður haldið yfir á Keflavíkurvöllinn þar sem leikar hefjast kl 19:15.
Hvetjum fólk til að fjölmenna á næstu tvo leiki liðsins.

Fyrir fánann og UMFN!