Njarðvíkurliðið spilaði sinn annan leik á tímabilinu í dag gegn Magna Grenivík, sem var jafnframt fyrsti heimaleikur sumarsins.
Leikar enduðu með glæsilegum 5-0 sigri Njarðvíkur þar sem Oumar Diouck skoraði 2 mörk, Úlfur Ágúst Björnsson 1 mark, Bergþór Ingi Smárason 1 mark og Magnús Þórir Matthíasson 1 mark úr vítaspyrnu.
Njarðvíkurliðið hefur því hafið leik með 2 glæsilegum 4-0 og 5-0 sigrum. Næst á dagskrá er útileikur gegn Víking Ólafsvík þann 20. maí.
Í kjölfar þess leik eru tveir nágrannaslagir framundan. Annarsvegar gegn Keflavík í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins á HS Orku vellinum miðvikudaginn 25. maí. Síðan er heimaleikur gegn Reyni Sandgerði þann 30. maí eftir það.
Hvetjum Njarðvíkinga til að fjölmenna á þessa leiki og halda áfram að styðja liðið í baráttunni framundan.
Áfram Njarðvík!