7. Flokkur kvenna lenti í 2. SætiPrenta

Körfubolti

Þá er öllum keppnum lokið hjá 7 flokki kvenna þennan veturinn. Þessi vetur var frábær og í leik um Íslandsmeistaratitil lauk hann þannig að við lentum í 2 sæti eftir hörkuleik við Grindavík, sem endaði 29-25. Niðurstaðan er samt sú er að þetta var rosalega flottur vetur þar sem 18 metnaðarfullar stelpur lögðu sig alla fram til að ná sínum markmiðum. Við vorum við með 2 lið á Íslandsmóti sem stóðu sig bæði mjög vel og erum við rosalega stolt af þeim. Við erum búnar að gera svo margt skemmtilegt í vetur fyrir utan æfingarnar og safnað fullt af minningum.

“Það má segja að þessar stelpur hafi einnig spilað sem 8 fl ásamt 3 stúlkum úr 8 flokki og lentum við í 3 sæti þar”

Takk æðislega fyrir veturinn stelpur, hann var frábær og ég veit að hann verður enn betri á næsta ári.

-Bylgja, Jói og Eygló

image