7. flokkur stúlkna spilar um sæti í A-riðli í kvöld kl. 19:00Prenta

Körfubolti

Í kvöld kl. 19:00 mætast lið Njarðvíkur og Breiðablik í 7. flokki stúlkna um sæti í A-riðli. Njarðvíkurstúlkur féllu niður í B-riðil á síðasta móti en eiga möguleika á að komast upp um riðil vinni þær þennan leik. Síðasti leikur milli þessara liða fór í framlengingu svo von er á bráðskemmtilegum og spennandi leik.
Endilega fjölmennum á leikinn í Ljónagryfjunni og styðjum stelpurnar okkar til sigurs.

Áfram Njarðvík!