7 fulltrúar Njarðvíkur í yngri landslið KKÍPrenta

Körfubolti

Yngri landslið KKÍ eru nú búið að fullskipa og Njarðvík á 7 fulltrúa sem munu taka þátt í landsliðsverkefnum í sumar.
U15 liðin fara á Copenhagen Invitational mótið í Danmörku í júní.  U16 og U18 liðin fara fyrst á NM í Finnlandi, einnig í júní, og svo fer hvert og eitt þeirra einnig í Evrópukeppni FIBA síðar í sumar.

Njarðvík óskar þessum efnilegu krökkum til hamingju og góðs gengis í þeim verkefnum sem framundan eru.

U15 stúlkna
Þórunn Friðriksdóttir

U16 stúlkna
Alexandra Eva Sverrisdóttir
Dagrún Inga Jónsdóttir

U16 drengja
Veigar Páll Alexandersson

U18 stúlkna
Erna Freydís Traustadóttir
Hulda Bergsteinsdóttir

U18 drengja
Gabríel Sindri Möller

Tekið af vef KKÍ