7 vikur í Euromeet – Eruð þið að verða tilbúin?Prenta

Sund

Núna eru nákvæmlega 7 vikur í Euromeet og nú þegar jólafríið nálgast minnum við sundmenn og fjölskyldur þeirra á að til þess að geta staðið sig vel á einu sterkasta aljóðlega mótinu sem haldið er þarf líka að hafa hugann við æfingarnar yfir hátíðarnar. Í jólavikunni og áramótavikunni eru æfingar í boði se, allir sem ætla á Euromeet ættu að líta á sem skylduæfingar. Sundmenn fá frí yfir hátíðarnar en ef aukatími er tekinn í frí hefur það neikvæð áhrif og árangur æfinganna undanfarið fer þá fyrir lítið. Tíminn líður-höldum okkur við efnið!