Njarðvík mætti Fylki í fjörugum æfingaleik í Reykjaneshöll í kvöld sem endaði með jafntefli 4 – 4. Njarðvíkingar byrjuð vel og náðu forystunni á 9 mín með marki Theodórs Guðna. Mikið tempó var í fyrrihálfleik og mikið af inná skiptingum. Fylkismenn náðu að svara fyrir sig og gott betur en þeir komust yfir og staðan 1 – 2 í hálfleik.
Seinnihálfleikur byrjaði rólega og gestirnir komust í 1 – 3. Okkar menn tóku síðan við sér og á 15 mín kafla náðum við að setja á þá þrjú mörk en þau gerðu Arnóri Svansson, Theódór Guðna og Andra Fannar Freysson. Fylkismenn náðu svo að jafn í blá lokin.
Byrjunarlið Njarðvik; Ómar Jóhannsson (m), Brynjar Freyr Garðarsson, Rafn Vilbergsson, Andri Fannar Freysson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Davíð Guðlaugsson, , Arnar Helgi Magnússon, Gísli Freyr Ragnarsson, Theodór Guðni Halldórsson, Marian Polak, Stefán Birgir Jóhannesson,
Varamenn; Stefán Guðberg Sigurjónsson (m), Arnór Svansson, Bergþór Smárason, Fannar Guðni Logason, , Adam Sigurðsson, Óðinn Jóhannsson, Þorgils Gauti Halldórsson, Pawel Grundinzki.
Mynd/ Theodór Guðni í leik sl. sumar.