9.flokkur stúlkna lögðu Hauka í 8. liða úrslitum Íslandsmótsins í gærkvöldi 40-36. Jafnræði var með liðinum framan af en Njarðvíkur stúlkur leiddu í hálfleik. Eitthvað hægðist á leik liðsins í seinni hálfleik og Hauka stúlkur nýttu sér það og komust 3 stigum yfir í byrjun fjórða leikhluta. Síðustu mínuturnar voru æsispennandi og leiknum lauk með flottum sigri Njarðvíkur. Liðið er því komið í undanúrslit sem spiluð verða næstu helgi.