Það er nóg um mikilvæga leiki hjá yngri flokkum félagsins á næstu dögum. Í kvöld eru það 9.flokkur stúlkna sem mæta Haukum kl 19:30 í Ljónagryfjunni í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins. Á morgun, þriðjudag, eru það svo unglingaflokkur karla sem mætir Þór frá Þorlákshöfn kl 19:30 í Ljónagryfjunni, einnig í 8 liða úrslitum.
Stúlknaflokkur fer svo vestur í bæ og mætir KR kl 20:15 á morgun um laust sæti í 4 liða úrslitum.
Við hvetjum alla að mæta og styðja okkar lið í lokabaráttunni.