Ekki tókst okkur Njarðvíkingum að innbirða stig í fyrsta heimaleik sumarsins í Íslandsmótinu, ÍR ingum tókst að hirða þau öll með marki úr vítaspyrnu á 91 mín.
Þessi leikur fer ekki í bækurnar sem neinn stórleikur en hann bauð uppá baráttu frá upphafi til enda. Mikill vorbragur var á leiknum í fyrrihálfleik og jafnræði með liðunum.
Seinnihálfleikur var mun betri og vorum við meira með boltann og vorum að ógna marki gestanna. En allt kom fyrir ekkert og boltinn vildi ekki í netið.
Það má segja að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit og ef eitthvað var hefðum við átt sigurinn skilið en svo reyndist ekki.
Næsti leikur okkar er eftir viku gegn KV á KR vellinum.
Myndirnar eru úr leiknum í kvöld