Prenta

Körfubolti

Nú á dögunum fór fram Norðurlandamót yngri landsliða og var Ísland með 4 lið, U18 karla og kvenna og svo U16 karla og kvenna. Njarðvík átti fimm leikmenn í þrem liðum og skiptust þeir svona niður:

U18 Karla:

Adam Eiður Ásgeirsson

Jón Arnór Sverrisson

Snjólfur Marel Stefánsson

 

U18 Kvenna

Björk Gunnarsdóttir

 

U16 Karla

Brynjar Atli Bragason

 

Liðin stóðu sig öll vel. Lið U16 Karla lentu í 5. sæti með 2 sigra og 3 töp, lið U18 Kvenna lentu í því 4. með 2 sigra og 3 töp og lið U18 Karla urðu Norðurlandameistarar með sigri á Finnum í síðasta leik mótsins 101-72.

Við óskum öllum þessum leikmönnum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá meira af þeim í vetur