9.fl í bikarúrslitumPrenta

Óflokkað

Stelpurnar í 9.fl stúlkna leika til úrslita í bikarkeppni yngri flokka KKÍ um helgina. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll á föstudaginn 12.febrúar kl 18:00.
Stelpurnar byrjuðu þessa vegferð í 16 liða úrslitum með leik gegn Haukum á útivelli. Sá leikur gekk brösulega og voru stelpurnar lengi í gang og voru að elta Haukastelpr allann leikinn en unnu að lokum góðan sigur 38 – 31.
Í 8 liða úrslitum fengu þær svo eina heimaleikinn sinn í keppninni þegar stöllur þeirra úr KR komu í heimsókn. Sá leikur var öllu betur spilaður af hálfu Njarðvíkinga þótt lokatölur segðu kannski ekki þá sögu. Okkar stelpur leiddu allann leikinn og unnu að lokum sigur 46 – 38, eftir að hafa verið mest 14 stigum yfir um miðbik fjórða leikhluta.
Fyrir dráttinn í undanúrslitum var ljóst að þrjú sterkustu lið landsins voru öll í pottinum ásamt ört vaxandi liði Fjölnis. Það fór svo að Njarðvík fékk það verkefni að mæta Fjölni á útivelli.
Þessi leikur var eins og afrit af leiknum gegn Haukum í 16 liða úrslitum. Lítið gekk lengi framanaf og í hálfleik var ljóst að ef stelpurnar færu ekki að stilla vekjaraklukkuna þá væri bikardraumurinn í mikilli hættu. Þessir snillingar létu ekki segja sér það tvisvar, rifu sig upp og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 50-38.
Þessi hópur er því kominn í úrslitin á föstudaginn og eru ákveðnar í að láta ekki þar við sitja og ætla sér að klára þetta verkefni gegn sterku liði Grindavíkur. Til að svo meigi verða þá treysta þær á stuðning allra Njarðvíkinga. Þær skora á alla sem vilja sjá skemmtilegan leik hjá frábærum hópi ungra og efnilegra leikmanna félagsins, að koma í Höllina á föstudaginn og hvetja þær til sigurs. Þessar stelpur eiga það svo sannarlega skilið.

Áfram Njarðvík
Lárus Ingi Magnússon Þjálfari