9. flokkur karla áfram í bikarnumPrenta

Körfubolti

9.flokkur karla lék í bikarkeppni KKÍ gegn Fjölni B í gærkvöldi í Ljónagryfjunni. Leikurinn fór fjörlega af stað og skoraði Sigurður Magnússon fyrstu körfu leikins. Liðin skiptust á körfum mestmegnis í fyrsta leikhluta, en staðan var þá 11-13 Fjölni í vil. Sigurbergur Ísaksson átti nokkur frábær varnartilþrif og skoraði sömuleiðis úr tveimur glæsilegum þriggja stiga skotum í þessum fyrsta leikhluta. Hins vegar áttu okkar menn áttu í erfiðleikum undir körfunni í fyrri hálfleik gegn hávöxnum og kraftmiklum leikmönnum Fjölnis, þar sem þeir rifu niður sóknarfráköst og skoruðu úr mörgum sniðskotum. Vel spilandi lið Fjölnis var með gott forskot þegar kom að hálfleik, 16-31.

Drengirnir frá Njarðvík eru þó ekki þekktir fyrir að gefast upp og voru staðráðnir í að gera betur síðustu 16 mínúturnar, bæði í vörn og sókn. Kristófer Hearn opnaði seinni hálfleikinn á tveimur flottum gegnumbrotum sem skilaði fjórum stigum á töfluna fyrir okkar menn. En þá komu 8 stig í röð frá Fjölnismönnum sem komu þeim í góða stjórn á leiknum, 20-39. Daníel og Hermann, þjálfarar tóku þá leikhlé, þar sem lögð var enn betri áhersla á varnarleikinn. Ingólfur Ísak var þar fremstur í flokki, settur í það mikilvæga hlutverk að gæta öflugs leikstjórnanda Fjölnis. Með góðri vörn og ákefð hjá leikmönnum Njarðvíkurliðsins, sem voru duglegir að stela boltanum og keyra upp völlinn í leit að auðveldum körfum náðu þeir að koma sér aftur inn í leikinn. Í kjölfarið tók Róbert Sean Birmingham yfir leikinn sóknarlega. Hann skoraði 21 næstu stig Njarðvíkurpilta og staðan orðin 43-42 þegar skammt var eftir, Njarðvík í vil.

Þegar um mínúta var eftir náðu Njarðvíkurpiltar boltanum eftir misheppnað skot Fjölnis. Njarðvík reyndu nokkur skot sem geiguðu en með mikilli baráttu náðu okkar drengir sóknarfráköstum og barst boltinn til Sveins Andra sem skoraði úr frábæru skoti og reyndist það vera lokakarfa leiksins. Úrslitin 45-42.

Allir leikmenn liðsins stóðu sig með prýði í leiknum. Fyrirfram var vitað að þetta væri krefjandi verkefni enda eru flestir leikmenn liðsins meðlimir í 8.flokk. Hinsvegar sýndu piltarnir takta sem geta fleytt þeim langt. Liðsheildin, gleði, spilamennskan og ákefðin í seinni hálfleik var til fyrirmyndar. Ljóst er að ef þeir halda áfram á sömu braut þá eiga þeir eftir bæta sig mikið og standa sig vel.

Stigaskor
Róbert 24
Sigurbergur 7
Sveinn 5
Kristófer 4
Ingólfur 2
Sigurður 2
Elías 1
Guðjón Logi 0
Guðjón Helgi 0
Shahid 0

23244220_699679266889699_6059898282184173514_n