9.flokkur kvenna og drengjaflokkur áfram í undanúrslitPrenta

Körfubolti

Úrslitakeppni yngri flokka fór af stað í vikunni. 9.flokkur og eldri spila staka leiki í úrslitakeppni, sigurvegarinn fer áfram í næstu umferð.

9.flokkur kvenna komst áfram eftir flottan útisigur gegn Grindavík í 8 liða úrslitum 1.deildar. Grindavík var í efra sæti eftir tímabilið og þess vegna var leikurinn spilaður í Grindavík. Eftir jafnan leik sigu okkar stúlkur fram úr og kláruðu leikinn með flottum sóknum og góðum varnarleik. Þær mæta Stjörnunni í 4 liða úrslitum í Ásgarði. 

Drengjaflokkur spilar í 2.deild og unnu Þór frá Akureyri í 8 liða úrslitum í Ljónagryfjunni, þeir mæta Keflavík í 4 liða úrslitum á heimavelli.

10.flokkur kvenna tapaði í 8 liða úrsltum gegn Stjörnunni B og stúlknaflokkur er úr leik eftir tap gegn Stjörnunni í 8 liða úrslitum í Ásgarði. 

Unglingaflokkur karla er einnig úr leik eftir tap gegn KR í Vesturbænum og 10.flokkur drengja tapaði fyrir Þór Akureyri fyrir norðan. 

8.flokkur karla og kvenna spila síðan úrslitamótin sín í byrjun maí.