Njarðvík vann öruggan sigur á Ármanni í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Lokatölur leiksins voru 60-89 þar sem Chelsea Jennings var með 17 stig, 5 fráköst og 7 stolna bolta og Lára Ösp Ásgeirsdóttir bætti við 13 stigum og 6 fráköstum en hún var framlagshæsti leikmaður vallarins ásamt Vilborgu Jónsdóttur en báðar voru þær með 18 punkta í framlag. Vilborg lauk leik með 8 stig og 12 stoðsendingar.
Þess má geta að Kamilla Sól Viktorsdóttir er komin í raðir Njarðvíkurliðsins á nýjan leik frá Keflavík. Kamilla gerði 9 stig í leiknum í gær og tók 4 fráköst.
Njarðvík situr nú í toppsæti deildarinnar ásamt ÍR en stelpurnar úr Breiðholti eiga leik til góða í dag þegar þær mæta Fjölni b. Næsti leikur Njarðvíkurliðsins er gegn Grindavík þann 20. febrúar næstkomandi.
Umfjöllun um leikinn:
Karfan.is: Sannfærandi sigur Njarðvíkur á seigum Ármenningum
Mynd/ Ólafur Þór, Karfan.is