ABC Barnahjálp: Njarðvík og Keflavík mættust í Burkina FasoPrenta

Körfubolti

ABC barnahjálp starfar víða og nýverið fóru einstaklingar til Burkina Faso í Afríku og heimsóttu þar m.a. skóla sem rekinn er fyrir börn í neyð. Þessir sendifulltrúar á vegum ABC barnahjálpar komu við m.a. í Njarðvík og Keflavík og fengu þar afhenta búninga sem félögin máttu sjá af í sínu starfi fyrir gott málefni.

Skemmst er frá því að segja að búningunum var umsvifalaust komið í góð not og þegar hefur farið fram viðureign milli Njarðvíkur og Keflavíkur eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Það voru skólabörnin sem nutu góðs af búningunum.

Þeir sem vilja kynna sér starfsemi ABC barnahjálpar nánar er bent á heimasíðu ABC