Aðalfundur knattspyrnudeildarPrenta

Fótbolti

Aðalfundur Knattspyrnudeildar UMFN fór fram í gækvöldi. Það var fín mæting á fundinn þrátt fyrir þær aðstæður sem eru núna. Fundastjóri var Styrmir Gauti Fjeldsted og stýrði fundinum af röggsemi. Árni Þór Ármannsson flutti skýrslu stjórnar og Guðni Þór Gunnarsson endurskoðandi fór yfir ársreikinginn. Rekstur deildarinnar á liðnu ári gekk ágætlega en nokkur samdráttur var í tekjum.

Það lá fyrir að Árni Þór myndi ekki gefa kost á sér áfram sem formaður, nýr formaður var kjörinn Gylfi Þór Gylfason í hans stað. Þá var einnig ljóst að þeir Arnór Björnsson, Andri Örn Víðisson, Sigurður Hilmar Ólafsson og Viðar Einarsson myndu ekki gefa kost á sér áfram. Í þeirra stað koma inn Ágúst Aðalbjörnsson, Davíð Arthur Friðriksson, Haukur Aðalsteinsson, Hjalti Már Brynjarsson koma inn í nýja stjórn og í vara stjórn eru þeir Aron Hlynur Ásgeirsson, Helgi Már Vilbergsson og Árni Þór Ármannsson.

Fráfarandi stjórnarmönnum eru þökkuð góð störf fyrir deildinna. Það er ljóst að ný stjórn tekur við nú á tímum mikillar óvissu í þjóðfélaginu og heiminum. Framundan er að meta stöðuna í því umhverfi sem við búum í. Það er ljóst að eftir að KSÍ frestaði öllum leikjum þann 11. mars sl. í mánuð að öll knattspyrnuiðkun innan deildarinnar myndi riðlast. Allar æfingar yngri flokka liggja niður fram á næst komandi mánudag að minnsta kosti, ekki er ljóst hvering æfingum í meistaraflokki verður háttað en það verður reynt að halda þeim úti.

Mynd/ Ný kjörin stjórn, efri röð, Árni Þór, Helgi Már, Aron Hlynur, Davíð Arthur og Ágúst.
Neðri röð Haukur, Gylfi Þór og Hjalti Már.