Aðalfundur Þríþrautardeildar UMFN var haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík, Reykjanesbæ þann 24. febrúar 2016, kl.19:30. 19 manns voru á fundinum. Flottar veitingar.
- Ægir Emilsson formaður, setti fundinn.
- Svanur Scheving var samþykktur sem fundarstjóri.
- Guðbjörg Jónsdóttir samþykkt sem ritari fundarins.
- Fundargerð síðasta aðalfundar var lögð fram, lesin upp og samþykkt.
- Formaður 3N, Ægir Emilsson, lagði fram skýrslu stjórnar um starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári og las hana upp.
- Gjaldkeri 3N, Svanur Már Scheving lagði fram endurskoðaða reikninga deildarinnar fyrir liðið starfsár, nokkrar spurningar komu og voru reikningar síðan samþykktir. Endurskoðendur Birna Þórðardóttir og María Hauksdóttir.
- Fjárhagsáætlun vísað til næsta stjórnarfundar 3N.
- Kosningar: Í stjórn deildarinnar voru kosnir:
- Sverrir Magnússon , formaður
- 4 meðstjórnendur ;
- Rósinkars Ólafsson, varaformaður
- Guðbjörg Jónsdóttir, ritari
- Svanur Már Scheving, gjaldkeri
- Gísla Kristjánsdóttir, meðstjórnandi
- Í varastjórn voru kosnir 2 varmenn:
- Kristinn Hreiðarsson
- Sveinn Helgason
2 endurskoðendur:
Birna þórðardóttir
María Hauksdóttir
9. Önnur mál:
a) Rósi sagði frá því að heimasíða 3N væri orðin virk og uppfærsla á henni er regluleg. Komment frá fb-síðunni okkar mun koma fljótlega inn á heimasíðuna okkar. Jón Oddur kom með athugasemd við því um að það væri betra að gera þetta öfugt, að það sem er sett á heimasíðu 3N færi á fb-síðuna okkar og þá skorum við hærra og fleiri fá að vita hvað er í gangi hjá okkur.
b) Jenný spurði um fjölda í deildinni. Svanur vitnaði í nafnalista, sem gekk um, með þeim sem eru búnir að greiða árgjöldin hjá deildinni. Það eru ca. 15 á listanaum en það mættu vera fleiri í deildinni.
c) Rúnar Helgason spurði í sambandi við félagsgjöld í deildina, fyriri þá sem ekki vilja æfa með okkur en vilja vera í deildinni. Hugmynd 3000kr árgjald. Það er svoleiðis hjá öðrum deildum og félögum og Jenný studdi þetta og hvatti stjórnina til að taka þetta fyriri á næsta stjórnarfundi.
d) Rósi tilkynnti að skráningarsíðan okkar í deildina væri komin inná heimasíðuna okkar.
e) Félagsmenn eru ánægðir með æfingarnar í öllum greinunum. Viljum samt hafa fleiri í deildinni og spurning hvað við getum gert til að fá fleiri til að vera með. Hugmynd; Hafa t.d. vinaviku eða vinamánuð og allir taki vin með sér á æfingu. Jón Oddur verður með hjólaæfingar eitthvað fram á sumar og ef að 10manns+ eru að mæta, þá er hann tilbúin að vera með okkur í allt sumar.
Fundi slitið kl.20:25
Flottar veitingar að loknum aðalfundarstörfum í boði. Samlökur, nammi, gos og fleira. Þökkum Ægi, fráfarandi formanni fyrir veitingarnar og vel unnin störf í þágu deildarinnar.
Guðbjörg Jónsdóttir ☺
Viðstaddir Aðalfundinn voru :
Guðbjörg Jónsdóttir
Sverrir Magnússon
Ægir Emilsson
Svanur Már Scheving
Rósinkar Ólafsson
Jenný Lárusdóttir
Kristinn Hreiðarsson
Fjóla Þorkelsdóttir
Heimir Snorrason
Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir
Gísla Rún Kristjánsdóttir
Hanna R Viðarsdóttir
Jón Oddur Guðmundsson
Rafnkell Jónsson
Níels Hermannsson
Þuríður Árnadóttir
Rúnar Helgason
Steindór Gunnarsson
Svein Helgason