Aðalfundur 3_NPrenta

Þríþraut

_ROS75633n logo

Aðalfundur Þríþrautardeildar UMFN var haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík, Reykjanesbæ þann 24. febrúar 2016, kl.19:30. 19 manns voru á fundinum. Flottar veitingar.

 1. Ægir Emilsson formaður, setti fundinn.
 2. Svanur Scheving var samþykktur sem fundarstjóri.
 3. Guðbjörg Jónsdóttir samþykkt sem ritari fundarins.
 4. Fundargerð síðasta aðalfundar var lögð fram, lesin upp og samþykkt.
 5. Formaður 3N, Ægir Emilsson, lagði fram skýrslu stjórnar um starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári og las hana upp.
 6. Gjaldkeri 3N, Svanur Már Scheving lagði fram endurskoðaða reikninga deildarinnar fyrir liðið starfsár, nokkrar spurningar komu og voru reikningar síðan samþykktir. Endurskoðendur Birna Þórðardóttir og María Hauksdóttir.
 7. Fjárhagsáætlun vísað til næsta stjórnarfundar 3N.
 8.  Kosningar: Í stjórn deildarinnar voru kosnir:
 • Sverrir Magnússon , formaður
 • 4 meðstjórnendur ;
 • Rósinkars Ólafsson, varaformaður
 • Guðbjörg Jónsdóttir, ritari
 • Svanur Már Scheving, gjaldkeri
 • Gísla Kristjánsdóttir, meðstjórnandi
 • Í varastjórn voru kosnir 2 varmenn:
 • Kristinn Hreiðarsson
 • Sveinn Helgason
  2 endurskoðendur:
  Birna þórðardóttir
  María Hauksdóttir

9. Önnur mál:

a) Rósi sagði frá því að heimasíða 3N væri orðin virk og uppfærsla á henni er regluleg. Komment frá fb-síðunni okkar mun koma fljótlega inn á heimasíðuna okkar. Jón Oddur kom með athugasemd við því um að það væri betra að gera þetta öfugt, að það sem er sett á heimasíðu 3N færi á fb-síðuna okkar og þá skorum við hærra og fleiri fá að vita hvað er í gangi hjá okkur.

b) Jenný spurði um fjölda í deildinni. Svanur vitnaði í nafnalista, sem gekk um, með þeim sem eru búnir að greiða árgjöldin hjá deildinni. Það eru ca. 15 á listanaum en það mættu vera fleiri í deildinni.
c) Rúnar Helgason spurði í sambandi við félagsgjöld í deildina, fyriri þá sem ekki vilja æfa með okkur en vilja vera í deildinni. Hugmynd 3000kr árgjald. Það er svoleiðis hjá öðrum deildum og félögum og Jenný studdi þetta og hvatti stjórnina til að taka þetta fyriri á næsta stjórnarfundi.

d) Rósi tilkynnti að skráningarsíðan okkar í deildina væri komin inná heimasíðuna okkar.

e) Félagsmenn eru ánægðir með æfingarnar í öllum greinunum. Viljum samt hafa fleiri í deildinni og spurning hvað við getum gert til að fá fleiri til að vera með. Hugmynd; Hafa t.d. vinaviku eða vinamánuð og allir taki vin með sér á æfingu. Jón Oddur verður með hjólaæfingar eitthvað fram á sumar og ef að 10manns+ eru að mæta, þá er hann tilbúin að vera með okkur í allt sumar.
Fundi slitið kl.20:25
Flottar veitingar að loknum aðalfundarstörfum í boði. Samlökur, nammi, gos og fleira. Þökkum Ægi, fráfarandi formanni fyrir veitingarnar og vel unnin störf í þágu deildarinnar.

Guðbjörg Jónsdóttir ☺

Viðstaddir Aðalfundinn voru :

Guðbjörg Jónsdóttir
Sverrir Magnússon
Ægir Emilsson
Svanur Már Scheving
Rósinkar Ólafsson
Jenný Lárusdóttir
Kristinn Hreiðarsson
Fjóla Þorkelsdóttir
Heimir Snorrason
Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir
Gísla Rún Kristjánsdóttir
Hanna R Viðarsdóttir
Jón Oddur Guðmundsson
Rafnkell Jónsson
Níels Hermannsson
Þuríður Árnadóttir
Rúnar Helgason
Steindór Gunnarsson
Svein Helgason