Aðalfundur kkd. UMFN 2021
20 mættir
KL: 20:00. 3. mars 2021 Kristín Örlygsdóttir formaður byrjar fundinn og leggur til að Helgi Arnarson verði fundarstjóri og Skúli Björgvin Sigurðsson ritari fundar. Tillaga samþykkt með lófaklappi og Skúli tekur til við ritstörf á meðan Helgi tekur við stjórnartaumum fundar.
Fundur hefst á yfirferð fundargerðar síðasta aðalfundar deildarinnar og hafa gesti aðgang að afritum á borðum.
Kristín Örlygsdóttir formaður stígur í pontu og fer yfir skýrslu stjórnar og rennir yfir síðasta tímabil. Árið og tímabilið litaðist auðvitað af heimsfaraldri COVID 19. Farið var yfir þá leikmenn og þjálfara sem ýmist hafa yfirgefið félagið eða komið til félagsins fyrir tímabilið 2020-2021. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður tókst deildinni að endursemja við flesta styrktaraðila og var þeim þakkað sérstaklega fyrir að standa þétt við bakið á félaginu. Einn af stóru póstum unglingaráðs í fjáröflunum, Nettómótið var blásið af annað árið í röð með tilheyrandi tekjumissi fyrir unglingaráðið.
Því næst fer fundurinn fari yfir ársreikninga félagsins. Vala Rún gjaldkeri deildarinnar steig í pontu og fór yfir ársreikning og nýjustu tölur þar. Ársreikningur lítur vel út og þakkar Vala bæði stuðningsmönnum, velunnurum og svo þeim sem leggja til vinnu við klúbbinn í fjölmörgum fjáröflunum sem hafa gengið vel. Vala endaði tölu sína á því að þetta er líkast til einn besti ársreikningur deildarinnar í þó nokkurn tíma. Kristín formaður tók til máls og fór yfir í grófum dráttum hvernig hugsunargangur stjórnar var hagað þess eðlis að ekki færi illa fyrir deildinni fjárhagslega. Stefna stjórnar er að fara í næsta tímabil með sjóði inná bók og minnir á að það sé gríðarleg vinna komandi til að ná slíku markmiði.
Helgi Arnarson fundarstjóri biður fundinn að samþykkja bæði skýrslu stjórnar og ársreikninga. Fundurinn samþykkir hvoru tveggja samhljóða með lófaklappi.
Kosningar nýrra stjórnarmanna er frestað til auka aðalfundar sem hafði fengist leyfi til að halda seinna frá aðalstjórn UMFN samkvæmt reglum félagsins.
Æfingagjöld yngriflokka er vísað til stjórnar sökum óvissu vegna faraldursins og fundurinn samþykkir það.
Fjárhagsáætlun næsta starfsárs er einnig vísað til stjórnar og fundurinn samþykkir það einnig sökum aðstæðna
Önnur mál. Jenný framkvæmdarstjóri UMFN stígur í pontu. Jenny leggur til að fundurinn samþykki að á aukaaðalfundi verði ný stjórn verði kosin þar til. Fundurinn samþykkir það, en Jenný bætir við að hún hefði hinsvegar viljað sjá sömu stjórn áfram enn áréttaði að það eru ekki allir sem geta sinnt slíkum störfum. Jenný hrósar öllum sem komað að starfi kkd. UMFN fyrir það að halda iðkenndum við efnið við erfiðar aðstæður. Fólk ársins voru stjórnarmenn deilda! Frábær ársreikningur sem undirstrikaði gæði fólks í stjórninni. Jenný sagði það koma harkalega niður á unglingastarifnu að Nettómótinu sé frestað aftur. Jenný vonaðist eftir dagsetningu á aukaaðalfundi og Kristín formaður ýjaði að það yrði í lok apríl.
Helgi biður fundinn að samþykkja það að núverandi stjórn sitji þangað til að næstu kosningar fari fram. Samþykkt samhljóma með lófaklappi.
Ólafur Eyjólfsson formaður stígur í pontu í liðnum önnur mál. Ólafur hefur sitt mál á að hrósa fólki fyrir gríðarlega vinnu þrátt fyrir ákveðið vonbrigða ár vegna aðstæðna. Óli áréttaði að félagið stendur nokkuð vel í heild sinni. Í samhengi við fjáraflanir kkd. UMFN sagði Óli að sama hvaða tilboð sem stjórn hefur boðið uppá hefur það gefist vel á hans heimili. Óli sagði þetta líkast til sitt síðasta sinn í pontu sem formaður þar sem hann gefur ekki áfram kost á sér fyrir komandi starfsár. Óli sagði að bjóða þyrfti oftar bæjarfulltrúum í heimsókn í Gryfjuna þar sem þau þyrftu að fá betri nálgun á það hvað sé að gerast innan félagins og við hvaða aðstæður félagið starfar í. Barátta félagsins fyrir nýrri aðstöðu er að skila sér að nokkru leyti og að ný keppnis aðstaða í Stapaskóla komi til með að breyta miklu fyrir félagið. Ólafur lokaði sinni ræðu með að hrósa en og aftur glæsilegu starfsári stjórnar þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður.
Stjórnarmeðlimir kkd. UMFN tóku til máls og áréttuðu hversu sterkt netið er hjá stuðningsfólki og Njarðvíkingum víðsvegar um allt land. Þetta þétta net væri félaginu ómetanlegt.
Helgi þakkaði fyrir sig og bað Kristínu um að slíta fundi sem hún og gerði.