Aðalfundur KKD UMFN í kvöld kl. 20:00Prenta

Körfubolti

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fer fram í kvöld mánudaginn 12. mars. Fundurinn hefst kl. 20:00 á 2. hæð í Ljónagryfjunni. Dagskrá aðalfundar skv. lögum UMFN:

18. grein
Dagskrá aðalfunda deilda félagsins skal vera sem hér segir:

1. Fundarsetning.
2. Kosinn fundarstjóri.
3. Kosinn fundarritari.
4. Fundargerð síðasta aðalfundar skal leggja fram.
5. Formaður deildar leggur fram skýrslu deildarstjórnar
um starfssemina á liðnu starfsári.
6. Gjaldkeri deildar leggur fram og útskýrir endurskoðaða
reikninga deildarinnar fyrir liðið starfsár.
7. Kosningar:
8. a) Kosinn formaður.
9. b) Kosnir 4 meðstjórnendur.
10. c) Kosnir 3 menn í varastjórn
11. d) Kosnir 2 endurskoðendur og einn til vara.
12. e) Kosið í nefndir og ráð sem aðalfundur ákveður.
13. Ákveðið æfingagjald fyrir næsta starfsár.
14. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
15. Önnur mál
16. Fundi slitið.

Heimilt er að kjósa færri eða fleiri í stjórn deildar, enda hafi aðalstjórn félagsins samþykkt þá ráðstöfun fyrir aðalfund deildarinnar.