Aðalfundur Knattspyrnudeildar UMFN fór fram í kvöld og var ágætis mæting en fundinum var seinkað vegna leiks Njarðvik og ÍR í körfubolta um 2 klst. Ólafur Thordersen var kjörinn fundarstjóri og stýrði honum af öryggi. Jón Einarsson formaður flutti skýrslu stjórnar og Gunnar Þórarinsson skýrði reikninga en rekstur deildarinnar gekk vel á liðnu starfsári, betur en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Þá var komið að stjórnarkjöri en þeir Andrés Ari Ottosson og Svanur Þorsteinsson gáfu ekki kost á sér áfram og var þeim þökkuð góð störf fyrir deildina. Jón Einarsson var endurkjörin formaður og þeir Árni Þór Ármannsson og Viðar Einarsson gáfu kost á sér áfram en nýjir stjórnarmenn eru Sigurður Hilmar Ólafsson og Trausti Arngrímsson og bjóðum við þá velkomna til starfa.
Svanur Þorsteinsson var sæmdur bronsmerki UMFN fyrir vel unnin störf fyrir deildina en Andrés Ari er handhafi allra heiðursmerkja UMFN.
Undir liðnum tóku til máls Bjarni Sæmundsson, Gunnar Þórarinsson, Leifur Gunnlaugsson og Ólafur Eyjólfsson formaður UMFN.
Mynd/ Árni Þór Ármannsson, Sigurður Hilmar Ólafsson, Jón Einarsson, Trausti Arngrímsson og Viðar Einarsson.
Svanur Þorsteinsson og Jón Einarsson