Aðalfundur knattspyrnudeildarPrenta

Fótbolti

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Njarðvíkur fór fram í kvöld. Eins og venjulega var dagskráin hefbundin eða venjuleg aðalfundarstörf og var Ólafur Thordersen  kjörinn fundarstjóri. Rekstur deildarinnar á síðasta ári gekk ágætlega og skuldastaða lítil en Guðni Þór Gunnarsson endurskoðandi skýrði reikninga. Allir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram og Árni Þór Ármannsson var kjörinn formaður. Með honum í stjórn eru þeir Hjalti Már Brynjarsson, Sigurður Hilmar Ólafssson, Trausti Arngrímsson og Viðar Einarsson.

Undir önnur mál tóku til máls Bjarni Sæmundsson, Gunnar Þórarinsson, Ingigerður Sæmdundsdóttir formaður ÍRB, Ólafur Eyjólfsson formaður UMFN, Ólafur Thordersen. Aðstöðu málin voru ofarlega í huga allra þeirra sem tóku til máls.

Mynd/ stjórn knattspyrnudeildar Hjalti Már, Trausti, Árni Þór, Viðar og Sigurður Hilmar.