Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar verður haldinn í félagssal UMFN, 2. hæð í íþróttamiðstöð Njarðvíkur (Ljónagryfjan) mánudaginn 31. mars.
Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Hvetjum alla áhugasama að mæta. Mikill uppgangur með nýju húsi og við tökum við nýju fólki með opnum örmum!
Dagskrá aðalfunda deilda félagsins skal vera sem hér segir:
- Fundarsetning.
- Kosinn fundarstjóri.
- Kosinn fundarritari.
- Fundargerð síðasta aðalfundar skal leggja fram.
- Formaður deildar leggur fram skýrslu deildarstjórnar
um starfssemina á liðnu starfsári. - Gjaldkeri deildar leggur fram og útskýrir endurskoðaða
reikninga deildarinnar fyrir liðið starfsár. - Önnur mál
- Fundi slitið.
Körfuknattleiksdeildin hefur að vana haldið aukaaðalfund að tímabili loknu þar sem ný stjórn er kjörin. Á þessu verður engin breyting í ár og mun því aukaaðalfundur vera boðaður í kjölfar þessa fundar 31. mars.
Dagskrá á aukaaðalfundi:
1. Fundarsetning
a) Kosinn fundarstjóri.
b) Kosinn fundarritari.
2. Stjórnarkjör
3. Milliuppgjör kynnt
4. Fundarslit.