AÐALFUNDUR UMFN 2017Prenta

Óflokkað

Aðalfundur UMFN  var haldinn 16.mars s.l.

Ólafur Eyjólfsson var endurkjörinn sem formaður.  Stjórn félagsins er óbreytt.

 

Gestir bæði frá ÍSÍ og UMFÍ heimsóttu okkur og veittu viðurkenningar.

Sigríður Jónsdóttir ritari frkvstj. ÍSÍ og formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ afhenti formanni Júdódeildarinnar Guðrúnu Bjarnadóttur endurnýjun á vottun sem fyrirmyndarfélag/deild ÍSÍ.

Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ sæmdi þau Þórunni Friðriksdóttur og Kristinn Pálsson starfsmerki UMFÍ.

Reikningar félagsins voru lagðir fram og er rekstur félagsins  góður og jákvæður.  Stjórnun á fjármálum deilda er mikilvægur og eiga allar stjórnir hrós skilið fyrir gott starf, sem ber að þakka.

Heiðursviðurkenningar voru veittar eftirtöldum.

Gullmerki:      Hafsteinn Hilmarsson fyrir körfuknl.deildina.

Silfurmerki:    Agnar Mar Gunnarsson, Bylgja Sverrisdóttir og Helgi Helgason öll fyrir körfuknl.deildina.

Bronsmerki:  Sævar Ágústsson fyrir körfuknl.deildina.

Bronsmerki:  Svanur Þorsteinsson fyrir knattsp.deildina, en honum var veitt merkið á aðalfundi knattspyrnudeildarinnar.

Að lokum tók til máls Ólafur Thordersen til afhendingar Ólafsbikarsins. Nýr bikar var til afhendingar þar sem á þann eldri komust ekki fleiri nöfn og gaf Ólafur félaginu bikarinn og sagðist treysta formanni til að finna góðan stað fyrir hann.

Bikarinn hlaut að þessu sinni Bjarni Sæmundsson fyrir störf sín fyrir knattspyrnudeildina og óskum við honum innilega til hamingju sem og öllum öðrum viðurkenningarhöfum.

IMG_7398

IMG_7397

IMG_7395

IMG_7396

IMG_7394

IMG_7393IMG_7392

IMG_7391

LIMG_7389

IMG_7387


IMG_7388

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_7383

IMG_7384

IMG_7380