Aðalfundur UMFN var haldinn 16. mars s.l., og var Ólafur Eyjólfsson endurkjörinn sem formaður, ásamt sitjandi stjórn. Góðar umræður urðu um framtíðarsýn UMFN sem formaður fór yfir í ávarpi sínu og þá aðallega hvar staðsetja ætti nýtt íþróttahús sem bráðnauðsynlegt er orðið. Nokkrir tóku til máls og viðruðu skoðanir sínar, sem voru mismunandi, en ekkert er ákveðið hvað þetta varðar, þar sem bæjaryfirvöld ákveða hvar næsta íþróttahús verður byggt.
Gestir frá UMFÍ heimsóttu okkur, þeir Helgi Gunnarsson og Ómar Stefánsson og tóku til máls. Stórt og mikið ár er framundan hjá UMFÍ þar sem öll þrjú mótin verða á þessu ári, þ.e. Landsmótið, +50ára mótið samhliða því í júlí og svo Unglingalandsmótið um verslunarmannahelgina.
Reikningar félagsins voru lagðir fram og er rekstur félagsins í góðu jafnvægi. Stjórnir deilda eiga allar hrós skilið fyrir gott starf.
Heiðursviðurkenningar voru veittar eftirtöldum:
Gullmerki;
Jóhannes Kristbjörnsson fyrir körfuknl.deildina Halldóra Lúthersdóttir sama Valþór Söring Jónsson sama
Silfurmerki:
Sturla Ólafsson fyrir lyftingadeildina
Að lokum afhenti Stefán Ólafur Thordersen Ólafsbikarinn, Hafsteini Hilmarssyni fyrir langt og gott starf hjá félaginu, bæði sem leikmaður og fyrir störf sín í stjórn og unglingaráði körfuknattleiksdeildarinnar.