Aðalfundur UMFN 2020Prenta

UMFN

Ágætis mæting var á fundinn þó svo hann væri seint ár ferðinni þetta árið og er það eins og með annað sem hefur þurft að fresta vegna Covid-19 veirunnar.

Ólafur Eyjólfsson var endurkjörinn sem formaður,og var sitjandi stjórn endurkjörin að undanskilinni einni breytingu,  þe. Þórdís Björg Ingólfsdóttir var kjörinn varamaður í stað Brynju Vigdísar Þorsteindóttur sem hefur verið starfandi í stjórnum UMFN frá 2013.
Formaður fór yfir ársskýrslu stjórnar.

Gunnar Þórarinsson fór yfir ársreikning félagsins og var hann samþykktur samhljóða.
Gestir  frá  UMFÍ þeir Guðmundur Sigurbergsson og Lárus B. Lárusson heimsóttu okkur og tók Guðmundur til máls og sagði það ánægjulegt er að Unglingalandsmótið verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina, en bæði 50+ og Landsmóti/Íþróttaveislunni er frestað.   Hann nefnir að 44% af tekjum UMFN komi frá Ísl. Getspá og nefnir mikilvægi þess félags umfram erlend félög félög sem skila engu til landsins en eru stórtæki hér á landi.

Heiðursviðurkenningar voru veittar eftirtöldum.

Gullmerki:
Friðrik Stefánsson   fyrir kkd (körfuknl.deildina)                                           Logi Halldórsson       fyrir kkd
Silfurmerki:
Árni Þór Ármannsson    fyrir knd (knattspyrnudeildina)
Guðni Erlendsson       fyrir knd
Hörður Birkisson   fyrir Lyftingadeildina
Ágústa Guðmarsdóttir  fyrir kkd og aðalstjórn
Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir    fyrir sundd. og aðalstjórn
Bronsmerki: Anna Andrésdóttir   fyrir aðalstjórn

Að lokum afhenti Ólafur Thordersen  Ólafsbikarinn, Þórunni Maríu Þorbergsdóttur fyrir langt og gott  starf hjá körfuknattleiksdeildinni, að hún sé alltaf til staðar ef þörf er á, og sagði Ólafur frá því að þegar hann tók þátt í Reykjavíkur-hlaupinu á síðasta ári þá var Þórunn að sjálfsögðu þar á hliðarlínunni að hvetja þátttakendur með grænt Njarðvíkur-buff á höfði.
Kaffi og umræður á léttum nótum fóru fram.