Aðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur var haldinn þann 12. apríl 2023 kl. 20:00 í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur sl. Mætingin var mjög góð í ár sem bauð upp á líflegar umræður. Dagskráin var með hefðbundnum hætti ásamt því að ný stofnuð Rafíþróttadeild Njarðvíkur hlaut einróma samþykki fundarins, mjög spennandi verkefni sem gaman verður að fylgjast með.
Stefán Thordersen sá um fundarstjórn og Þórdís Björg Ingólfsdóttirvoru ritaði fundinn.
Ólafur Eyjólfsson var endurkjörinn Formaður til eins árs, Hámundur Örn Helgason og Anna Andrésdóttir sitja áfram í stjórn þar sem þau voru kjörin til tveggja ára á síðasta aðalfundi, Einara Lilja Kristjánsdóttir og Þórdís Björg Ingólfsdóttir endurkjörin til tveggja ára stjórnarsetu, Guðný Björg Karlsdóttir og Thor Hallgrímsson kjörin varamenn til eins árs.
Eftirfarandi heiðursviðurkenningar voru veittar:
Heiðursviðurkenningar.
Bronsmerki UMFN fyrir 10 ára starf eða keppni fyrir félagið
Ísak Tómasson – Leikmaður og þjálfari fyrir Körfuknattleiksdeild
Vala Vilhjálmsdóttir – Störf í þágu Körfuknattleiksdeildar til fjölda ára
Haukur Aðalsteinsson – Stjórnar og önnur sjálfboðaliðastörf fyrir Knattspyrnudeild
Hjalti Már Brynjarsson – Stjórnar og önnur sjálfboðaliðastörf fyrir Knattspyrnudeild
Þórdís B. Ingólfsdóttir – Stjórnar og nefndarstörf Aðalstjórn, körfuknattleiksdeild og Knattspyrnudeild.
Ellert Björn Ómarsson – Keppni og störf fyrir Massa síðan 2011 og setið í stjórn frá 2014.
Gullmerki UMFN fyrir frábær störf í þágu félagsins en þó aldrei fyrr en eftir 20 ára
Sigurgeir Svavarsson – Sjálfboðaliðastör hjá KKD til fjölda ára
Gunnar Örlygsson – 8 ár sem leikmaður, síðar formaður, stjórnarmaður og mikilvægur sponsor til fjölda ára fyrir Körfuknattleiksdeild.
Bjarni Sæmundsson – Sem leikmaður, stjórnarmaður og sjálfboðaliði fyrir Knattspyrnudeild.
Ólafsbikarinn
Ólafur Thordersen er vanur að afhenda Ólafsbikarinn en þar sem hann var staddur erlendis þá sá stóri bróðir um það í ár. Þetta er í þrítugasta og fyrsta skipti sem Ólafsbikarinn er afhentur og er bikarinn hugsaður sem viðurkenning fyrir þá sem hefur unnið óeigingjarnt starf fyrir félagið.
Í ár voru það hjónin Hjalti Már Brynjarsson og Geirný Geirsdóttir sem hlutu þessa frábæru viðurkenningu og eiga það svo sannarlega skilið endar tóku fundargestir vel undir með kröftugu lófaklappi og fögnuði.
Gestur fundarins var Guðmundur Sigurbergsson, meðstjórnandi í Stjórn UMFÍ
Boðið var upp á gómsæta græna súkkulaðiköku með Njarðvíkur logoinu í boði Kökulistar.