Aðalfundur UMFN á 80 ára afmæli félagsinsPrenta

UMFN

Aðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur var haldinn þann 23. apríl 2024 kl. 20:00 í hátíðarsal Njarðvíkurskóla. Mætingin var mjög góð í ár endar um afmælisfund að ræða.

Stefán Thordersen sá um fundarstjórn og Þórdís Björg Ingólfsdóttirvoru ritaði fundinn.

Ólafur Eyjólfsson var endurkjörinn Formaður til eins árs, Einara Lilja Kristjánsdóttir og Þórdís Björg Ingólfsdóttir sitja áfram í stjórn þar sem þau voru kjörin til tveggja ára á síðasta aðalfundi, Thor Hallgrímsson og Erlingur Hannesson voru kjörnir til tveggja ára stjórnarsetu, Guðný Björg Karlsdóttir og Anna Andrésdóttir kjörnar varamenn til eins árs.

Eftirfarandi heiðursviðurkenningar voru veittar:

Heiðursviðurkenningar.

Bronsmerki UMFN fyrir 10 ára starf eða keppni fyrir félagið

Erna Hákonardóttir
hætti eftir tímabilið 2022-2023 þá leikjahæst allra leikmanna fyrir kvennalið UMFN í úrvalsdeild kvenna í körfubolta.

Ólafur Helgi Jónsson
hætti eftir tímabilið 2022-2023 með 287 deildarleiki fyrir Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Skúli Björgvin Sigurðsson
stjórnarseta, myndatökur og fréttaskrif fyrir klúbbinn sem og tæknivinna við heimasíðu til fjölda ára

Sigurrós Antonsdóttir
Stjórnarseta og önnur ómetanleg störf fyrir Sunddeild UMFN

Örvar Þór Kristjánsson
Örvar á leiki á sex mismunandi tímabilum í úrvalsdeild með Njarðvík og á þeim tíma lék hann alls 137 úrvalsdeildarleiki og er fyrir vikið á meðal 30 leikjahæstu manna félagsins í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Silfurmerki UMFN fyrir frábær störf í þágu félagsins en þó aldrei fyrr en eftir 15 ára starf

Guðný Björg Karlsdóttir
Unglingaráð KKD til fjölda ára og nú síðustu ár í aðalstjórn UMFN

Gullmerki UMFN fyrir frábær störf í þágu félagsins en þó aldrei fyrr en eftir 20 ára starf

Friðrik Ingi Rúnarsson
margfaldur meistari með körfuknattleiksdeild UMFN og þjálfari um áratugaskeið

Thor Hallgrímsson
Sjálfboðaliðastörf og stjórnarseta til fjölda ára

Ólafsbikarinn
Ólafur Thordersen afhendir Ólafsbikarinn. Þetta er í þrítugasta og annað skipti sem Ólafsbikarinn er afhentur og er bikarinn hugsaður sem viðurkenning fyrir þá sem hefur unnið óeigingjarnt starf fyrir félagið.

Í ár var það Vala Rún Vilhjálmsdóttir sem hlaut þessa frábæru viðurkenningu og á hún það svo sannarlega skilið endar tóku fundargestir vel undir með kröftugu lófaklappi og fögnuði.

Gullmerki UMFÍ

Guðmundur Sigurbergsson, gjaldkeri UMFÍ sæmdi Ólaf Eyjólfsson formann UMFN gullmerki UMFÍ við mikinn fögnuð.

Aðrir gestir sem tóku til máls voru Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður bæjarráðs, Rúnar Arnarson formaður ÍRB og Ellert Björn stjórnarmaður Massa.

Ellert vakti athygli athygli á því að deildin sé að fara að halda heimsmeistaramót í kraftlyftingum 11. – 16. nóvember, vægast sagt mjög spennandi.

Boðið var upp á dýrindis veitingar í tilefni af 80 ára afmæli félagsins.