Aðventumót 29. nóvemberPrenta

Sund

Miðvikudaginn 29. nóvember verður Aðventumót ÍRB. Upphitun hefst kl. 17:00 og mót kl. 17:30. Mótið er fyrir alla sundmenn í Sprettfiskum, Flugfiskum, Sverðfiskum, Háhyrningum, Framtíðarhópi og Afrekshópi.

Keppt verður í 25m greinum og mótið er snöggt og skemmtilegt.

Í lok móts ætlum við foreldrar að sameinast í að vera með hlaðborð að venju. Allir sem eiga sundmann á mótinu koma með eitthvað gott á hlaðborðið. Við hvetjum foreldra að koma frekar með eitthvað ósætt eins og flatkökur, brauðmeti, salad og kex eða eitthvað slíkt þó að kökur séu líka velkomnar.

Vinsamlega skráið hér nafn sundmanns/manna og hvað hver fjölskylda kemur með á hlaðborðið á miðvikudaginn. Við óskum eftir að allir komi með eitthvað svo úr verði hið fínasta hlaðborð fyrir sundmenn og fjölskyldur þeirra. Þannig getum við átt góða stund saman á milli 19:00 og 20:00 miðvikudaginn 29. nóvember.

Við óskum eftir 10-12 foreldrum til að aðstoða okkur á mótinu.
Okkur vantar tvo riðlastjóra, þul, 4-6 dómara.

Þeir sem geta aðstoðað vinsamlega sendið póst á harpastina@gmail.com og segið okkur hvernig þið getið aðstoðað.

Skráning á hlaðborðið er hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScar16e6sV8m9Jsdhe6bUQum1X3mZmNuIZyE6upBiFY17Fgxw/viewform

Kær kveðja

Stjórn Sundráðs ÍRB