Æfingaleikur gegn Val á miðvikudagPrenta

Körfubolti

Njarðvík og Valur mætast í æfingaleik í Njarðtaks-gryfjunni miðvikudagskvöldið 4. september. Leikurinn hefst kl. 19:15. Þetta er fyrsti æfingaleikur karlaliðs Njarðvíkur en fyrir liggur að liðið muni taka þátt í Icelandic-Glacial mótinu síðar í þessum mánuði og þá verða einnig nokkrir æfingaleikir til viðbótar.

Wayne Martin er væntanlegur til landsins innan tíðar og þá verður hópurinn fullskipaður fyrir átök vetrarins í Domino´s-deildinni.