Tímabilið 2025-2026
Æfingar hjá yngri flokkum Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefjast 25. ágúst næstkomandi hjá 7. flokki og eldri en minibolti 11 ára og yngri hefja æfingar þann 1. september. Tímabil allra flokka mun svo standa út júnímánuð 2026.
Í vikunni verður æfingatafla deildarinnar birt og minnum við á að æfingatöflur deildarinnar eru birtar með eins mánaðar fyrirvara og áskilur unglingaráð KKD UMFN sér allan rétt til að gera nauðsynlegar breytingar á töflunni.
Í kjölfar þess að æfingataflan verði birt í vikunni þá minnum við einnig á að á sama tíma verður opnað fyrir skráningar í Abler.
Hlökkum til að taka á móti iðkendum eftir sumarfríið og vonandi hafa allir verið duglegir að æfa sig í sumar.
Áfram Njarðvík!