Æfingar hefjast á ný mánudaginn 4. maíPrenta

Fótbolti

Þá koma loks góðar fréttir, æfingar yngri flokka hefjast á ný mánudaginn 4. maí og munum við æfa samkvæmt nú gildandi æfingatöflu . Allar æfingar fara fram í Reykjaneshöll. Við munum starfa eftir þeim reglum sem hafa verið settar og hver flokkur hjá okkur á að geta æft saman í einum hóp.  

Um leið og æfingar fara í hefðbundið horf eru þjálfarar meðvitaðir um það að hættan af faraldrinum er ekki liðin hjá og viljum við tryggja að öllum líði vel og hlakki til að koma á allar æfingar. Brosum og hrósum liðsfélögunum í stað þess að gefa fimmu eða faðma, bíðum með það aðeins lengur.

Foreldrum og forráðamönnum verður ekki heimilt að koma og fylgjast með æfingum í Reykjaneshöll og hvetjum við fólk að virða það. 

Varðandi þau fótboltamót sem okkar flokkar eru skráðir á í sumar þá er þar allt óbreitt sem stendur. Engu móti hefur verið aflýst ennþá en við munum upplýsa foreldara og forráðamenn um það ef af því verður eða aðrar breytingar verða gerðar. Ný drög af Íslandsmótum eru væntanlega á næstunni frá KSÍ og er reiknað með að keppni þar hefjist undir næstu mánaðarmót. 

Með kveðju,
þjálfarar yngri flokka

Leikgleði, samvinna, dugnaður