Æfingar hefjast hjá yngstu hópunum mánudaginn 30.ágústPrenta

Körfubolti

Nú hefjast allar æfingar yngriflokka mánudaginn 30.ágúst. Áður höfðu eldri flokkar byrjað vegna Íslandsmót sem hefst strax í byrjun september. 

Nokkrar breytingar hafa orðið á æfingatöflunni síðustu daga, oft þarf að gera smávægilegar breytingar eftir að taflan er gefi út. Það snýst oft um vinntíma þjálfara o.fl. 

Æfingatafla 2021-2022: https://umfn.is/aefingatafla-karfa/

Áfram verður passað vel uppá sóttvarnir, þrifið hendur fyrir æfingar, boltar og áhöld þrifin á milli hópa. Við biðjum foreldra að koma ekki inní íþróttahúsin. 

Hlökkum til að sjá alla hressa á æfingum á morgun.