Lyftingadeild Ármanns hélt Æfingarmót og dómarapróf 3.febrúar í æfingaraðstöðu deildarinnar í Reykjavík
Massi átti einn keppandanda hana Birnu Ómarsdóttir og var hún að keppa á sínu fyrsta móti á vegum krafts.
Hún átti fínt byrjendamót og lyfti 65kg í hnébeygju, 50kg í bekkpressu og 92,5kg réttstöðulyftu og lyfti í dag heildina 207,5 kg, við óskum henni til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með henni á komandi keppnisári.
Massi stefnir svo á að halda innanfélagsmót og þeir sem hafa áhuga á að prufa æfa kraftlyfingar eða keppa þá er best að setja sig í samband við stjórnarmeðlimi eða senda okkur skilaboð á facebook síðu Massa.
Hægt er að skrá sig í Massa inn á https://www.sportabler.com/shop/njardvik/lyftingar