Æfingatafla uppfærð ( 21.08.20)Prenta

Körfubolti

Æfingataflan hefur aðeins verið uppfærð, það voru nokkrir helgartímar sem  voru ekki rétt settir inn.

Nú hefur það verið lagað. Skráning er í fullu gangi og fer fram efst á síðunni ” skráning iðkenda” .

Æfingar hefjast mánudaginn 24. ágúst. Taflan er kynnt með fyrirvara um breytingar fram til 10. september.

Nú hefjast æfingar með sérstökum hætti vegna sóttvarna sem gilda í landinu. Vanda verður mjög til verka og allir taki þátt saman í að gera þetta rétt. Mikilvægt er að mæta ekki of snemma á æfingar því ekki er hægt að hleypa inní salinn fyrr en hópurinn á undan er farinn út.

Foreldrar eru beðnir að vinsamlegast ekki fara inní húsin ef iðkendum er skutlað eða þeir sóttir  á æfingar.

Sóttvarnarreglur KKÍ og ÍSÍ