20.6.2019
131. fundur Íþrótta og tómstundaráðs Reykjanesbæjar.
Úrdráttur um framtíðarsýn ráðsins og bæjar:

2019
• Unnið með niðurstöður Capacent og stillt upp þörfum íþróttafélaganna varðandi Afreksbraut
• Teiknað upp framtíðarsvæði við Afreksbraut í samstarfi við USK og ÍT ráð
• Áhersla lögð á að tengja hjóla- og göngustíga úr nærliggjandi hverfum

2020
• Hafist handa við byggingu á fullbúnum gervigraskeppnisvelli fyrir Keflavík og Njarðvík með stúku og búningaaðstöðu vestan Reykjaneshallar
• Ný áhaldageymsla við Reykjaneshöll 
2021
• Hafist handa við hönnun á fjölnota íþróttahúsi við Afreksbraut sem staðsett verður á svæðinu milli æfingavalla Keflavíkur og Njarðvíkur í knattspyrnu. Í íþróttahúsinu verður keppnisvöllur fyrir körfuknattleiksdeildir Reykjanesbæjar, framtíðar aðstaða fyrir fimleikadeild og bardagaíþróttir, aðstaða fyrir skotdeild, lyftingar, golfklúbb ásamt félagsaðstöðu fyrir allar deildir
2022-2026
• Hafist handa við byggingu fjölnota íþróttahúss sem verður byggt í áföngum
• ÍT ráð leggur áherslu á að keppnishús fyrir körfuknattleik og aðstaða fyrir fimleikadeild verði byggð í fyrstu áföngum byggingarinnar
Fyrrgreindar tillögur verða unnar í samráði við aðalstjórnir beggja félaga og er íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að boða formenn til fundar.

Skýrsla Capacent um íþróttamannvirki og þörf í Reykjanesbæ.

1.6.2019

Hér koma allar fréttir um framtíðarásýnd félagsins að Afreksbraut þar sem núverandi aðalvöllur fótboltans er.

UPPBYGGING ÍÞRÓTTAMANNVIRKJA OG ÍÞRÓTTASVÆÐA Í REYKJANESBÆ
(14. maí 2019)

Kæru félagar UMFN.
Reykjanesbær hefur ráðist í verkefni í samstarfi við Capacent, að skilgreina og forgangsraða verkefnum sem snúa að uppbyggingu íþróttamannvirkja og -svæða í Rnb., og vilja fá meðal annars sjónarhorn íbúa í bænum á eftirfarandi:

Hver er þín skoðun á núverandi notkun íþróttamannvirkja og -svæða í Rnb, og telur þú að möguleiki sé fyrir hendi að nýta þau betur eða á hagkvæmari hátt?
Taki bæjarstjórn ákvörðun um að byggja ný íþróttamannvirki, hverskonar íþróttamannvirki er mest brýnt og hvar?

Ábendingar inná vef Rnb “reykjanesbaer.is”

Nú er það svo að UMFN hefur ákveðið að framtíðaraðstaða félagsins verði við Afreksbraut, og þar verði vallarhús og stórt íþróttahús ásamt félagsaðstöðu allra deilda UMFN, því eins og flestir vita þá er vallarhúsið ófullnægjandi og Ljónagryfjan of lítil, enda bæði þessi hús á undanþágu sem keppnisaðstaða. Einnig er íþróttahúsið á þessu svæði hugsað til notkunar fyrir nýjan Hlíðarskóla og bendum við því fólki á að koma þessu á framfæri inná vef Rnb sem sjónarhorni íbúa í bænum.

Aðalstjórn UMFN